Opið hús á Hafsteinsstöðum
Í tilefni Laufskálaréttarhelgar verður opið hús á Hafsteinsstöðum föstudaginn 28. september milli kl 3 og 6. Á staðnum verða folaldshryssur, tryppi á ýmsum aldri ásamt hrossum í tamningu og þjálfun. Sýnd verða nokkur hross í reið milli kl 5 og 6.
Léttar veitingar
Allir velkomnir
/Fréttatilkynning