Opið hús í Iðju

idjan-2Starfsfólk Iðju mun í tilefni að  alþjóðadegi fatlaðra 3. desember standa fyrir opnu húsi í Iðju-Hæfingu Aðalgötu 21, frá kl. 10-15.

Á opnu húsi verður sölusýning á verkum  þjónustuþega.  En milli tvö og hálf þrjú mun Geirmundur mæta með nikkuna og halda uppi stuði. Þá mun starfsfólk bjóða upp á kaffi og eitthvað gott með því.
Allur ágóði sölunnar rennur til vinnustofu Iðjunnar

Fleiri fréttir