Opið hús í Iðju í dag

Í tilefni að alþjóðardegi fatlaðra ætlar starfsfólk Iðju - Hæfingu Aðalgötu 21 að hafa opið hús milli 10 og 15 í dag. Boðið verður upp á kaffi, jólate og meðlæti sem útbúið var á staðnum auk sölusýningar á verkum starfsfólks.

 

Trévörur, körfur, jólakort og vörur úr þæfðri ull er meðal þess sem boðið verður upp á í sölu. Þá verður lifandi tónlist milli 14 og 15. Nú er um að gera að skella sér í Iðju og njóta dagsins með því lífsglaða fólki sem þar starfar.

Fleiri fréttir