Opin vinnustofa á Hjaltastöðum um helgina
Helgina 24.-26.september verður vinnustofan á Hjaltastöðum opin frá kl 10-19 alla dagana. Til sýnis og sölu handverk frá AJ leðursaumi og einnig verður gestur helgarinnar Sigrún Helga Indriðadóttir með sitt einstaka handverk. Kaffi og kleinur í boði hússins. Allir velkomnir
AJ-Leðursaumur - Anna Jóhannesdóttir og dætur
Skagfirskar mæðgur sem vinna úr leðri, skinnum og roðum ýmsa fallega nytjamuni eins og töskur, fatnað og fylgihluti.
Leggjum mikla áherslu á hestatengda hönnun s.s. hnakktöskur, undirdýnur, skálmar, höfuðleður og svo einnig almenna viðgerð reiðtygja.
Myndir og nánari upplýsingar er að finna á www.facebook.com/aj.ledursaumur
Rúnalist - Sigrún Helga Indriðadóttir
Framleiðir vörur úr skagfirsku skinni og sjávarleðri, heimagerðum pappír, ull og fleiru.
Myndir og tækifæriskort m.a. úr roði, ull og heimagerðum pappír – ungbarnaskó og armbönd úr smálambaskinni – Kreppupunga, Aurasálir og töskur úr skagfirsku leðri og fiskskinni – útskornar gestabækur og kortaveski úr leðri – tækifærisgestabækur skreyttar með roði og fleiru – hárskraut og nælur úr íslenskri ull og sauðaleðri.