Opnað fyrir umsóknir um NATA

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru og er umsóknarfrestur til 9. september 2014. Sagt er frá þessu á vef SSNV.

Í samræmi við það sem samningur landanna kveður á um er hægt að sækja um styrki til tvennskonar verkefna. Annars vegar verkefna í ferðaþjónustu og hins vegar ferðastyrki, t.d. vegna skólahópa, íþróttahópa eða menningarverkefna.

Sækja má um aðstoð á eftirfarandi sviðum ferðaþjónustu.

  • Til markaðssetningar.
  • Til nýsköpunar- og – vöruþróunar.
  • Til að mynda tengslanet og miðla þekkingu.
  • Til gæða- og umhverfismála innan ferðaþjónustunnar.

Sækja má um styrk til kynnis- og námsferða eftirtalinnaa:

  • Skóla
  • Íþróttahópa
  • Tónlistarhópa
  • Annars menningarsamstarfs

Sjá nánar á vef Ferðamálastofu:

 

nata

Fleiri fréttir