ORÐ í Iðnó
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
23.10.2014
kl. 16.07
Róbert Óttarsson og Guðmundur Ragnarsson héldu útgáfutónleika í Iðnó í Reykjavík föstudaginn 17. október s.l. til kynningar á nýútkomnum geisladiski þeirra félaga ORÐ. Skemmst er frá því að segja að aðsókn var mjög góð og stemmingin frábær.
Var mikil ánægja með flutning þeirra félaga sem ásamt hljómsveitinni níu og hálfur fluttu öll lögin af áðurnefndum geisladiski og mörg oftar en einu sinni. Áður höfðu þeir haldið tónleika á Siglufirði og Sauðárkróki, en þeir rekja báðir rætur sínar á Siglufjörð og eru búsettir á Sauðárkróki.