Orðsending til sláturleyfishafa

Stjórn Félags sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu fagnar þeim tíðindum að samruni Kjarnafæðis og Norðlenska sé í farvegi. Vonandi hefur þessi samruni í för með sér hagræðingu sem getur skilað sér í hærra afurðaverði til sauðfjárbænda. Stjórnin hvetur alla sláturleyfishafa til að borga ekki lægra verð heldur en viðmiðunarverð Landssamtaka sauðfjárbænda á komandi sláturtíð (viðmiðunarverð birt á heimasíðu LS, 16. júlí 2020).

Ljóst er að sauðfjárbændur hafa tekið á sig miklar verðfellingar á sínum afurðum og því er boltinn nú hjá sláturleyfishöfum að koma verðleiðréttingu til þeirra. Fáist ekki fram hækkun á afurðum sauðfjárbænda er grundvöllur fyrir rekstri sauðfjárbúa ekki fyrir hendi.

Slóð á viðmiðunarverð

https://www.saudfe.is/frettir/2716-landssamt%C3%B6k-sau%C3%B0fj%C3%A1rb%C3%A6nda-gefa-%C3%BAt-vi%C3%B0mi%C3%B0unarver%C3%B0-fyrir-dilkakj%C3%B6t-hausti%C3%B0-2020.html

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir