Örfáir miðar lausir á Mugison í Gránu

Mugison er einstök uoolifun. MYND AF MUGISON.iS
Mugison er einstök uoolifun. MYND AF MUGISON.iS

Það er Laufskálaréttarhelgi í Skagafirði með öllu tilheyrandi og fólk verður væntanlega í stuði – líkt og vindurinn. Í Gránu mætir annað kvöld galvaskur Vestfirðingur með gítarinn og græjurnar, sjálfur Mugison. „Hann er mjög spenntur fyrir því að spila loksins á Króknum, vorum með tónleika hjá honum á dagskrá þegar heimsfaraldur skall á,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, tónleikahaldari í Gránu. Þá varð Mugison frá að hverfa en nú er hann mættur.

Samkvæmt upplýsingum Feykis mætir Mugison til leiks með nýtt og eldra efni í bland. Tónleikarnir verða í gömlu Gránubúðinni, núverandi veitingasal, þar sem tónlistarmenn hafa verið hæstánægðir með sándið. Að sögn Heiðars gengur miðasala mjög vel en ennþá eru nokkrir miðar á lausu. Hægt er að nálgast miða inni á mugison.is. en einnig verður væntanlega hægt að verða sér út um miða við innganginn á meðan húsrúm leyfir.

„Það má segja að þetta marki upphaf haust- og vetrardagskrárinnar hjá okkur, við ætlum að vera með fjölbreytta viðburði hjá okkur í vetur, tónleika en líka uppistand og bókatengda viðburði og vonandi líka eitthvað tengt Sturlungasögunni,“ segir Heiðar að lokum.

Tónleikar Mugison hefjast laugardag kl. 21:00 en húsið verður opnað kl. 20:30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir