Örn og María áfram með Sólgarðaskóla
feykir.is
Skagafjörður
23.02.2009
kl. 08.00
Byggðaráð hefur falið sveitarstjóra Skagafjarðar að ganga frá samningi um leigu á Sólagarðaskóla undir ferðaþjónustu frá 15. júní til 15. ágúst 2009.
Líkt og undanfarin ár eru það María G. Guðfinnsdóttur og Örn Þórarinsson sem óska eftir húsnæðinu. Jafnframt óska þau eftir skólastjórahúsi á Sólgörðum til leigu í júlí og ágústmánuði 2009 vegna ferðaþjónustunnar. Byggðarráð samþykkir að leigja og felur sveitarstjóra að ganga frá
samningum á svipuðum nótum og undanfarin ár.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.