Ört vaxandi norðanátt um miðnætti

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er suðvestan 8-15 með éljum, en ört vaxandi norðanátt um miðnætti, fyrst vestast. Norðan 18-23 seint í nótt. Snjókoma. Hvessir um tíma seinnipartinn á morgun. Frost 1 til 6 stig, en um frostmark í fyrstu. 

Víða hálka eða snjóþekja á vegum. Vegna óvenju mikils jarðsig á Siglufjarðarvegi eru vegfarendur beðnir að gæta ýtrustu varúðar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Hvöss norðanátt og snjókoma eða él, en yfirleitt þurrt og bjart sunnanlands. Frost 2 til 8 stig.

Á föstudag:

Minnkandi norðanátt og él NA-lands, en léttir víða til annars staðar. Vestan 5-10 m/s V-til undir kvöld og él. Talsvert frost.

Á laugardag:

Austlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og snjókoma eða él, einkum sunnantil, en vaxandi norðaustanátt um kvöldið. Áfram kalt í veðri.

Á sunnudag:

Norðanátt með éljum fyrir norðan og snjókomu A-lands, en víða bjart annars staðar. Frost 2 til 7 stig.

Á mánudag:

Útlit fyrir norðlæga átt með dálitlum éljum með N-ströndinni og harðnandi frosti.

Fleiri fréttir