Öruggur sigur hjá drengjaflokki

Strákarnir í drengjaflokknum áttu ekki í minnstu vandræðum með gesti sína úr Grindavík í Íslandsmótinu. Úrslit leiksins urðu 97-42. Það var aldrei spurning hvernig þessi leikur myndi enda, aðeins hversu stór sigurinn yrði.

Þar með standa strákarnir með 50% árangur 2-2 eftir fjóra leiki og eiga vafalítið eftir að bæta sig til muna. Í liðið vantaði tvo sterka leikmenn, þá Guðmund og Loft, en þeir eiga við meiðsli að stríða. Það kom ekki að sök í gær, þar sem ungir og sprækir strákar allt niður í 9. flokk stigu upp og skiluðu góðu starfi.

Þorbergur fór mikinn í stigaskori, sérstaklega gegn svæðisvörn Grindvíkinganna og setti hann samtals 25 stig. Ingimar skoraði 15 stig, þeir Friðrik Stefáns og Pálmi Geir voru með 11 stig, Ingvi Rafn 9, Einar Bjarni 8, Jónas 7, Pétur Birgis 6, Reynald 4 og Friðrik Jóhanns 1.

Leikþjálfari liðsins, Óskar Smári, átti góðan leik, en honum til aðstoðar á bekknum var Borce Ilievski.

Næsti leikur strákanna verður ekki fyrr en eftir mánuð, eða 6. nóvember, þegar Keflvíkingar koma í heimsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir