Öruggur sigur Tindastóls í bikarnum
Tindastóll sigraði Breiðablik örugglega 32-liða úrslitum Poweradebikarsins í gærkvöld. Lokatölur voru 49-78 en í hálfleik var staðan 21-38.
Tindastóll skartaði nýjum leikmanni, Sean Cunningham, en strákurinn þótti "líta vel út" að sögn áhorfanda og er þá líklega átt við getu hans í íþróttinni frekar en annað.
Í byrjunarliðinu voru þeir Sean, Rikki, Helgi Freyr, Helgi Rafn og Kiki. Leiktíminn dreifðist þó mikið á milli leikmanna og t.d. léku drengjaflokksstrákarnir auk Hreinsa og Halla, megnið af síðasta leikhlutanum.
Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 10-26 og mikilvægt fyrir Stólana að byrja leikinn af krafti. Í hálfleik var hún síðan 21-38 og sterk vörn leikin af okkar mönnum.
32 stiga munur var á milli liðanna við upphaf fjórða leikhluta 32-64 og eins og áður sagði voru það ungu strákarnir sem luku leiknum í kvöld og gerðu það með sóma. Lokatölur 49-78.
Rikki var stigahæstur með 16 stig á 21 mínútu, Sean og Helgi Rafn voru með 11 stig, Helgi auk þess með 13 fráköst og Sean með 5 stoðsendingar. Þorbergur kom sterkur inn og skoraði 10 stig, Kiki og Helgi Freyr 7, Hreinsi og Pálmi Geir 5 og Halli, Einar Bjarni og Guðmundur 2 hver en allir leikmenn Tindastóls skoruðu í leiknum.
Tindastóll er þá kominn áfram í 16-liða úrslit, en dregið verður í þau á næstu dögum. Leikdagar 16-liða úrslitanna eru 3. - 6. desember.