Óska eftir skýrslu um byggingu sundlaugar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
02.09.2010
kl. 14.35
Bæjarráð Blönduósbæjar hefur óskað eftir skýrslu frá framkvæmdanefnd um byggingu sundlaugar á Blönduósi þar sem gerð verði grein fyrir einstaka kostnaðarliðum.
Jafnframt hefur ráðið samþykkt nýjan opnunartíma sundlaugarinnar í vetur. Bæjarráð leggur til að sundlaugin verður opin eins og hér segir:
Mánudaga-fimmtudaga frá kl. 6:45-9:00 og 15:00-20:00
Föstudaga frá kl. 6:45-9:00 og 15:00-18:00
Laugardaga frá kl. 10:00-18:00
Sunnudaga frá kl. 10:00-16:00
Sundlaugin á Blönduósi hefur verið gríðarlega vinsæl síðan hún opnaði fyrst í byrjun júní í sumar og gestafjöldi langt umfram væntingar. Ofangreindur opnunartími verður endurskoðaður fyrir lok október.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.