Óskað eftir sýnum frá bændum í Tröllaskagahólfi

Tröllaskagahólf er númerað 10, nær frá Héraðsvötnum í vestri að Eyjafjarðará í austri.  Mynd af MAST.is
Tröllaskagahólf er númerað 10, nær frá Héraðsvötnum í vestri að Eyjafjarðará í austri. Mynd af MAST.is

Vegna staðfestingar á riðusmiti í Tröllaskagahólfi óskar Matvælastofnun eftir því að sauðfjárbændur í hólfinu hafi samband við héraðsdýralækni vegna sýnatöku á fé sem misferst eða er slátrað heima.

Óskað er eftir sýnum úr:

•           fullorðnu fé sem slátrað er heima
•           fé sem drepst heima eða finnst dautt
•           fé sem aflífað er vegna sjúkdóma eða slysa
Á vef MAST kemur fram að sýnatakan sé bændum að kostnaðarlausu. „Afar mikilvægt er að nú sé höndum tekið saman í því að rannsaka útbreiðslu smitsins í hólfinu hratt og örugglega,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir