Óskað eftir viðræðum um náttúrugripasafn

Dr. Þorsteinn Sæmundsson hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra hefur óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið Skagafjörð um möguleika á uppbyggingu náttúrugripasafns/sýningar í Skagafirði.
Í erindi Þorsteins óskar hann eftir viðræðum um hvort og hvernig  megi byggja upp áhugaverða sýningu/kynningu/safn á lífríki og náttúru Skagafjarðar.
Náttúrugripasafn Skagafjarðar er nú þegar til og bíður þess að vera fundinn staður til framtíðar. Var erindi Þorsteins vísað til  menningar- og kynningarnefndar til afgreiðslu.

Fleiri fréttir