Ouse með nýja plötu á Spotify

Ouse í bílskúrnum þar sem hann var með stúdíóið sitt
Ouse í bílskúrnum þar sem hann var með stúdíóið sitt

Tónlistarmaðurinn ungi, hann Ásgeir Bragi Ægisson gefur út tónlist undir nafninu Ouse og var hann núna á dögunum að gefa út nýja plötu. Platan sjálf heitir Notes from the Night Before og inniheldur sex lög. Ásgeir Bragi er sonur þeirra Guðbrands Ægis og Guðbjargar Bjarnadóttur. Hægt er að finna albúmið á Spotify.

Nafnið Ouse er kannski ekki nafn sem fólk þekkir hér á Íslandi en hann er mjög frægur erlendis. Ásgeir er átján ára Sauðkrækingur og býr núna á Akureyri. Þegar hann byrjaði að semja og gefa út tónlist, þá var hann í skúrnum hjá foreldrum sínum. Ouse hefur núna gefið út nokkuð mikið af tónlist, vinur hans Auðunn Elí hefur einnig verið að semja tónlist með honum. Auðunn kallar sig Elijah Midjord í tónlistinni en þeir félagar voru í Drungabræðum ásamt Óskari Halli.

Ouse er með 131,736 þúsund hlustendur á mánuði og er fyrir ofan tónlistarmennina Jóapé og Króla, Úlf Úlf, Herra Hnetusmjör, ClubDub og fleiri íslenska tónlistamenn sem eru að gera góða hluti hér á landi. Ásgeir hefur verið aðalega að setja tónlistina sína á Spotify og einnig Soundcloud.

Við getum orðað það að framtíðin er björt hjá þeim í tónlistinni.

Hér fyrir neðan má sjá slóðina af einu lagi af nýja albúminu sem heitir Spaceman og þar fyrir neðan lag með þeim báðum Elijah Midjord og Ouse sem heitir From Your Soul.

https://www.youtube.com/watch?v=LGrkQ_fTx3E

https://www.youtube.com/watch?v=1AROtp3I_Ws

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir