Óveður á Þverárfjalli og Siglufjarðarvegi
Á Norðurlandi er víða hríðarveður. Óveður er á Þverárfjalli og Siglufjarðarvegi en stórhríð og þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði. Norðaustan 8-15 m/s og lítilsháttar él er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Austlæg átt, 5-13 á morgun og bætir í élin. Frost 3 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Gengur í suðaustan 18-23 m/s með snjókomu og minnkandi frosti, en síðar slydda syðst og hlánar. Dregur úr vindi um kvöldið.
Á fimmtudag:
Gengur í norðan og norðvestan 18-23 m/s með snjókomu fyrst vestantil, en þurrt að kalla S-lands. Mun hægari á A-verðu landinu fram undir kvöld, en fer þá að lægja V-til. Frost 0 til 6 stig, en víða frostlaust með suðurströndinni.
Á föstudag:
Minnkandi norðvestanátt og dálítil él norðaustantil, en gengur í suðaustan og sunnan hvassviðri með snjókomu þegar líður á daginn, fyrst suðvestantil. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Suðvestlæg átt og él, en úrkomulítið norðaustan- og austanlands. Frost 0 til 8 stig.
Á sunnudag:
Útlit fyrir suðvestlæga eða breytilega átt með dálitlum éljum og frosti um allt land.