Óviðeigandi ruslasöfnun á Gránumóum

Steypuúrgang og malbik er leyfilegt að losa sig við á Gránumóum en eitthvað meira hefur slæðst með sem ekki er æskilegt. Mynd: Skagafjordur.is.
Steypuúrgang og malbik er leyfilegt að losa sig við á Gránumóum en eitthvað meira hefur slæðst með sem ekki er æskilegt. Mynd: Skagafjordur.is.

Í námunni á Gránumóum á Sauðárkróki er svæði þar sem leyfilegt er að losa sig við steypuúrgang og malbik. Á heimasíðu Skagafjarðar kemur fram að svo virðast sem einhverjir kunni ekki að virða það að þar megi einungis losa steypuúrgang og malbik og hafa hent þarna öðru rusli sem ekki á heima þar.

Í frétt sveitarfélagsins er biðlað til fólks að fara með allt rusl í Flokku og Förgu enda aðstaðan þar glæsileg til þess að taka á móti sorpi af þessu tagi. Þá eru þeir sem hent hafa þarna sorpi vinsamlegast beðnir um að fara og taka til eftir sig en á myndum má sjá að plasthlutir, steinull, timbur, trjábretti og gúmmídrasl svo eitthvað sé nefnt.
Fleiri myndir má sjá á heimasíðu Skagafjarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir