Öxnadalsheiði lokuð vegna veðurs
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.02.2015
kl. 13.34
Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á því að verið er að loka Öxnadalsheiði vegna veðurs. „Förum varlega og virðum lokanir,“ segir á facebook-síðu Lögreglunnar. Samkvæmt síðu Vegagerðarinnar er mjög blint á heiðinni.
Víða er hríðarveður á Norðurlandi og óveður er á Þverárfjallsvegi.