Pálínuboð og sýning í Bjarmanesi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
05.09.2014
kl. 11.10
Nes Listamiðstöð á Skagaströnd býður í Pálínuboð („Pot luck“) sunnudaginn 7. september milli kl. 18:00 og 20:00. Gestir eru beðnir um að taka með sér rétt á hlaðborðið og njóta samverunnar með listamönnum septembermánaðar.
Jafnframt gefst tækifæri að hitta Andreas Jari Juhani Toriseva´s og skoða sýningu hans sem hefur staðið í Árnesi og kjallara Bjarmanes í sumar.