Páll Magnússon fundar með framsóknarmönnum
Formannsefnið í Framsóknarflokknum Páll Magnússon er á ferðinni og heimsækir skagfirska framsóknarmenn í hádeginu í dag.
Fundurinn er liður í kosningabaráttu Páls til formannskjörsins en aðrir frambjóðendur hafa þegar komið og rætt málin við sína menn.
Það ræðst svo á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi hver verður næsti formaður hans.