Pálmi Geir til liðs við ÍR

Króksarinn Pálmi Geir Jónsson, fyrrum leikmaður mfl. Tindastóls í körfu, hefur samið við ÍR til loka næstu leiktíðar. Pálmi Geir hefur leikið með Breiðabliki í 1. deild karla undanfarin tvö ár. Karfan.is greinir frá þessu.

Samkvæmt vefnum er Pálmi með 12,6 stig að meðaltali í leik á þessari leiktíð og 8,5 fráköst. 50,8% nýtingu í tveggja stiga skotum og 29,1% í þriggja stiga með 5 skot að meðaltali í leik. Hann hefur gefið 2,6 stoðsendingar að meðaltali á þessari leiktíð og er fimmti í deildinni í vörðum skotum með 1,2 í leik.

„Við erum búnir að vera að fylgjast með Pálma í töluverðan tíma,“ sagði Elvar Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR í samtali við Karfan.is. „Flottur leikmaður sem við erum fullvissir um að muni smellpassa inn í hópinn og hjálpa liðinu í þeirri miklu baráttu sem framundan er.“

Fyrsti leikur Pálma Geir með ÍR verður gegn Fjölni í Hertz hellinum nk. fimmtudag.

 

Fleiri fréttir