Paolo Gratton er síðasta púslið í karlalið Tindastóls

Bandaríski Ítalinn Paolo Roberto Gratton er genginn til liðs við Tindastól og verða hann og Nacho Falcón klárir í slaginn eftir mánaðamótin en næsti leikur er 5. ágúst. Er þá innkaupmánuði Donna þjálfara lokið í bili og bæði meistaraflokkslið Tindastóls væntanlega sterkari en áður.

Á heimasíðu Tindastóls segir að Paolo sé fæddur árið 2000 og hefur spilað með Milwaukee Bavarian SC í United Premier Soccer League í Bandaríkjunum undanfarin ár.

„Paolo Gratton er fjölhæfur og spennandi leikmaður sem getur spilað á báðum köntunum en einnig sem sóknarmiðjumaður. Paolo er með mjög góða tækni og sendingagetu og kemur til með að setja mikla pressu á þá leikmenn sem fyrir eru i þessum stöðum,” segir Donni um Paolo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir