Páskamót Molduxa 2025 er á laugardaginn
Glöggir hafa eflaust tekið eftir því að það styttist í páskana og allir vita hvað gerist á páskum... jú, Páskamót Molduxa. Það verður haldið í Síkinu á Sauðárkróki laugardaginn 19. apríl og ótrúlegt en satt þá er þetta aðeins fjórða Páskamótið en áður var vormót Molduxa í Sæluvikunni. Molduxum þykir rétt að áhugasamir dusti rykið af stökkskónum og skrái lið til leiks – núna strax!
Skráðu þig inn til að lesa
Þú getur valið um þrjár áskriftarleiðir:
Leið 1 (blað og rafrænn aðgangur)
Færð blaðið inn um lúguna í hverri viku, rafrænan aðgang að pdf útgáfunni og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 3.295 kr. á mánuði m/vsk (2.968,5 án/vsk)
Það eru alltaf fjögur blöð í mánaðaráskriftinni.
Leið 2 (rafrænn aðgangur að pdf útgáfu blaðsins)
Færð rafrænan aðgang að pdf útgáfunni að Feyki og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 1.990 kr. á mánuði m/vsk. (1.793 kr. án/vsk).
Leið 3 (rafrænn aðgangur í viku)
Færð rafrænan aðgang að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inn á feykir.is.
Kostar 555 kr. vikan m/vsk. (500 kr. án/vsk).
Fleiri fréttir
-
Arnar tryggði sigur á síðustu sekúndu
Lið Tindastóls og Stjörnunnar mættust í fimmtu umferð Bónus deildarinnar í gærkvöldi og var leikið í Síkinu. Lengi vel leit út fyrir að Stólarnir ætluðu hálfpartinn að niðurlægja Íslandsmeistarana og snemma í síðari hálfleik var munurinn orðinn 27 stig. En þá snérist leikurinn við, Stjörnumenn spyrntu við fótum og höndum og skyndilega komust Stólarnir varla lönd né strönd í sókninni og gestirnir tættu forskotið niður. Þeir komust yfir þegar tvær sekúndur voru eftir og virtust ætla að ræna stigunum. Síðasta orðið átti þó Arnar Björnsson sem gestirnir brutu klaufalega á þegar sekúnda var eftir og vítin setti höfðinginn niður af öryggi. Lokatölur 96-94 og hátíð í bæ.Meira -
Metfjöldi brautskráðra frá Háskólanum á Hólum – spennandi framtíð framundan
Háskólinn á Hólum hélt hátíðlega brautskráningarathöfn þann 10. október sl. þar sem 43 kandídatar luku námi. Alls útskrifast 86 kandítatar árið 2025, sem er með stærstu útskriftarhópum í sögu skólans. Brautskráðir kandídatar koma úr fjölbreyttum greinum — hestafræði, fiskeldi og fiskalíffræði, ferðamálafræði og viðburðastjórnun. Í ávarpi sínu fagnaði Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum árangri nemenda og lagði áherslu á mikilvægi menntunar, gagnrýninnar hugsunar og frjálsra vísinda í samfélaginu.Meira -
Nóvember er sundmánuður
Sundlaugin á Hvammstanga hefur skráð sig til leiks í landsátakinu Syndum, sem byrjar á morgun 1. nóvember. Þetta kemur fram á vefsíðu Húnaþings vestra.Meira -
Óskar Smári orðinn þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar
Það fór líkt og Feykir ýjaði að fyrr í vikunni að Óskar Smári Haraldsson, knattspyrnuþjálfarinn eiturhressi frá Brautarholti, hefur ákveðið að taka við Bestu deildar liði Stjörnunnar. Sérdeilis glæsilegt hjá Óskari Smára og rétt að óska honum til hamingju en lið Stjörnunnar mörgum efnilegum leikmönnum.Meira -
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar markmiðum reglugerðar vegna riðu í sauðfé
Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar sl. miðvikudag voru meðal annars tekin til skoðunar drög atvinnuvegaráðuneytisins að reglugerð um riðuveiki í sauðfé. Fagnaði byggðarráð markmiðum reglugerðarinnar „... um að lögð verði megin áhersla á að útrýma riðuveiki á Íslandi með verndun fjárstofns sem ber verndandi aðgerðir gegn riðusmitefni, ásamt áframhaldandi aðgerðum til að hefta mögnun og dreifingu smitefnisins.“Meira
