Páskamuffins og dásamlegt pæ

Páskamuffins. Myndir:eldhussystur.wordpress.com/
Páskamuffins. Myndir:eldhussystur.wordpress.com/

Nú eru páskarnir á næsta leiti og því er tilvalið að sletta í form. Fyrir réttum tveimur árum leitaði Feykir í smiðju Eldhússystra og var þar ekki komið að tómum kofanum. Við birtum hér uppskriftir að páskamuffins og ljúffengri súkkulaðikaramellutertu sem þær segja algert nammi og upplagða um páskana fyrir þá sem langar í ljúffengt súkkulaði en þó ekki í dísætt páskaegg.

Páskamuffins
12 muffins

100 g dökkt súkkulaði
3 egg
2½ dl sykur
1 tsk vanillusykur
100 g smjör
1 dl mjólk
3½ dl hveiti
2 tsk lyftiduft
3 msk kakó

Krem:
50 g smjör
50 g dökkt súkkulaði
3 dl flórsykur
vatn eða kalt kaffi, ef þarf.

Til skrauts:
40 smáegg
Dökkt súkkulaði, spænir

Aðferð:
Bræðið súkkulaðið. Þeytið egg, sykur og vanillusykur í hrærivél þar til það verður létt og ljóst. Bræðið smjörið á lágum hita í potti. Hellið mjólkinni út í ásamt súkkulaðinu og hrærið saman. Blandið út í eggjablönduna. Blandið hveiti, lyftiduft og kakói í skál og hrærið varlega saman við eggjablönduna.
Setjið í möffinsform og bakið í ca. 20 mínútur við 175° C. Látið kólna.
Krem:
Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti. Hrærið vel og bætið svo flórsykrinum út í. Ef kremið er of þykkt, notið þá vatn eða kalt kaffi til að mýkja það aðeins. Sprautið hring (hreiðri) á kökurnar. Setjið nokkur smáegg í miðjuna á hreiðrinu og súkkulaðispæni á kantana.

Dásamlegt Dajm- og súkkulaðipæ

Botn:
125 g smjör
¾ dl sykur
2½ dl hveiti
3 dl haframjölDajm og súkkuleðipæ.alt á hnífsoddi

Súkkulaðikaramella:
3 dl rjómi
1 dl ljóst síróp
2 dl sykur
1 msk kakó
½ tsk edik
50 g smjör
100 g dökkt súkkulaði (í bitum)

Til skrauts:
150 g Daim, hakkað

Aðferð:
Botn:
Hrærið þurrefnunum saman og klípið smjörið saman við þar til deigið er orðið grófkorna. Það má líka setja öll innihaldsefnin í matvinnsluvél. Þrýstið deiginu í pæ-form eða springform (u.þ.b. 24 cm). Búið til deigkant, u.þ.b. tveggja cm háan. Bakið í u.þ.b. 20 mínútur við 200°C og látið svo kólna.

Súkkulaðikaramella:
Setjið rjóma, síróp, sykur og kakó í pott og látið suðuna komið upp. Látið malla þar til karamellan er orðin 120°C, það ætti að taka 15 – 20 mínútur. Bætið þá edikinu út í og hrærið vel. Takið pottinn af hellunni og bætið smjöri og súkkulaði út í og látið bráðna í karamellunni. Hrærið þar til karamellan er slétt og fín.
Hellið karamellunni í bökuskelina. Látið kólna. Stráið Daim-súkkulaðinu yfir og setjið í kæli og látið stífna alveg. Mjög gott að bera fram með rjóma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir