Perla Ruth íþróttamaður tveggja sveitarfélaga annað árið í röð

Perla Ruth Albertsdóttir, handknattleikskona frá Eyjanesi í Hrútafirði. Mynd: USVH.
Perla Ruth Albertsdóttir, handknattleikskona frá Eyjanesi í Hrútafirði. Mynd: USVH.

Perla Ruth Albertsdóttir, handknattleikskona frá Eyjanesi í Hrútafirði, leikmaður Selfoss og íslenska kvennalandsliðsins, hefur verið valin íþróttamaður USVH árið 2018. Einnig var Perla valin íþróttakona Sveitarfélagsins Árborgar. Glæsilegur árangur hjá Perlu, ekki síst þar sem þetta er í annað sinn sem hún hlýtur þessa sæmd hjá sömu aðilum.

Perla Ruth æfir og spilar handknattleik með UMF. Selfoss í Olís deildinni þar sem liðið endaði í 6. sæti deildarinnar í vor sem er besti árangur liðsins í sögu félagsins og var Perla í stóru hlutverki í liðinu í vörn og sókn. Perla endaði það tímabil með 105 mörk í 19 leikjum ásamt því að fiska mikið af vítaköstum og vera lykilleikmaður í varnarleik liðsins. Perla komst einnig með liði Selfoss í 8 liða úrslit bikarkeppni HSÍ.

Í öðru sæti í kjöri íþróttamanns USVH varð Helga Una Björnsdóttir hestaíþróttakona hjá Þyt og í þriðja sæti Salbjörg Ragna Sævarsdóttir körfuknattleikskona hjá Keflavík.

Sjá HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir