Persónuleg mál séu ekki rædd út í bæ
Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar í gær áréttaði Péturína L. Jakobsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi að persónuleg mál sem rædd eru á fundum sveitarstjórnar beri að horfa á sem algjör trúnaðarmál og séu ekki rædd út í bæ við óskylda aðila.
Péturína óskaði að eftirfarandi yfirlýsing verði bókuð:
Að gefnu tilefni vegna atviks í kjölfar fundar Sveitarstjórnar á Skagaströnd þann 23. júní 2010. Ég lít svo á að umræður á fundum sveitarstjórnar þar sem fjallað er um persónuleg mál einstakra aðila beri að horfa á sem algjör trúnaðarmál þannig að sveitarstjórnarmenn eða sveitarstjóri séu ekki að tilgreina við aðila „út í bæ“ hver sé að segja hvað þegar viðkvæm eða óþægileg mál eru til umfjöllunar.
Ég vil yfirlýsa að ég hef ekki og mun ekki viðhafa slík vinnubrögð í störfum mínum í sveitarstjórn og ætlast til að slíkt geri aðrir sem taka þátt í fundarstörfum sveitarstjórnar á þessu kjörtímabili.
Péturína Jakobsdóttir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.