Pétur Pan hefur sig til flugs

Frá leikfélagsæfingu.

Æfingar Leikfélags Sauðárkróks á Pétri Pan ganga ljómandi vel en í síðustu viku var fyrsta flugæfing Péturs og segir á heimasíðu leikfélagsins að hann hafi svifið nokkuð vel.
Þá er leikmyndin að skríða saman og síðustu búningar að smella saman enda frumsýning á verkinu á laugardag.
Miðasalan er hafinn hjá Herdísi í Kompunni frá 11-18 virka daga og svo verður tekið við símgreiðslum í síma 849-9434 á kvöldin.

Fleiri fréttir