Pétur Rúnar í U-16 ára landsliðinu
Pétur Rúnar Birgisson hefur verið valinn í U-16 ára landslið drengja í körfubolta sem tekur þátt í Norðurlandmótinu í Svíþjóð í maí. Pétur var í U-15 ára landsliðinu í fyrra og tók þátt í Copenhagen Invitational mótinu en í ár er það Norðurlandmótið sem verður haldið í Solna í Svíþjóð.
Samkvæmt heimasíðu Tindastóls verða æfingatarnir hjá liðinu um páskana og á tímabilinu 30. apríl og fram að brottför um miðjan maí.
Landslið U16 drengja, af heimasíðu KKÍ:
Atli Þórsson, Fjölnir · 194 cm · framherji
Daði Lár Jónsson · Stjarnan, 183 cm · bakvörður
Gunnar Ingi Harðarson · KR, 186 cm · bakvörður
Helgi Rúnar Björnsson · Stjarnan, 183 cm · bakvörður
Hilmir Kristjánsson · Grindavík, 192 cm · framherji
Hlynur Logi Víkingsson · Valur, 195 cm · miðvörður
Högni Fjalarsson · KR, 189 cm · bakvörður
Jón Axel Guðmundsson · Grindavík, 189 cm · bakvörður/framherji
Kári Jónsson · Haukar, 186 cm · bakvörður
Kristinn Pálsson · Njarðvík, 190 cm · framherji
Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll, 185 cm · bakvörður
Vilhjálmur Kári Jensson · KR, 195 cm · framherji/miðvörður
Þjálfari: Snorri Örn Arnaldsson