Platan Ýlfur komin út

Platan Ýlfur er komin út en um er að ræða þriðju sólóplötu skagfirska tónlistarmannsins Gísla Þórs Ólafssonar. Gísli hefur áður gefið út plöturnar Bláar raddir árið 2013, með lögum við ljóð Geirlaugs Magnússonar og Næturgárun undir flytjandanafninu Gillon, árið 2012.

Ýlfur inniheldur tíu lög og er byggð á samnefndri kassettu sem höfundur gaf út í örfáum eintökum árið 1998. Upptökur fóru fram í Stúdíó Benmen og var upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar. Mynd á umslagi gerði Auður Eyleif Einarsdóttir.

Hér má hlusta á lagið Blá blóm af hinni nýútkominni plötu Gísla Þórs

Fleiri fréttir