Póstþjónusta framtíðarinnar til umræðu á opnum fundi
feykir.is
Skagafjörður
06.10.2014
kl. 11.05
Forsvarsmenn Íslandspósts halda opinn fund á Sauðárkróki þriðjudaginn 7. október. Samkvæmt fréttatilkynningu er þetta er liður í fundarröð um stöðu og framtíð póstmála á Íslandi.
„Skoðun landsmanna á póstmálum er mjög mikilvæg fyrir fyrirtækið. Vonast er til að sem flestir mæti og taki þátt í umræðum um hvernig póstþjónusta framtíðarinnar eigi að líta út,“ segir í tilkynningunni.
Fundurinn verður haldinn á Kaffi Krók, kl.17:00-18:30.