Potluck kvöldverður hjá Nes listamiðstöð-Aflýst

Nes listamiðstöð á Skagaströnd býður í svokallan „potluck“ kvöldverð á morgun, þriðjudaginn 14. júlí, kl: 18.30 – 20:30. „Komið og deilið máltíð með listamönnunum okkar. Allir velkomnir,“ segir í fréttatilkynningu frá Nes.

Potluck eða Pálínuboð er skilgreint sem samkoma þar sem gestirnir koma með mat og leggja til á sameiginlegt hlaðborð.

Uppfærsla 14. júlí, kl. 12:30:

Í nýrri tilkynningu frá Nes Listamiðstöð kemur fram að putluck kvöldverði í kvöld sé aflýst af óviðráðanlegum orsökum.

Fleiri fréttir