Prinsessur á prinsessunámskeiði

Auður Björk Birgisdóttir, sveinn í hársnyrtiiðn, hefur síðast liðna 2 fimmtudaga leiðbeint nokkrum mæðrum ásamt myndarlegum hópi af prinsessum með alls kyns flottar greiðslur. Námskeiðið fór fram í Farskólanum.
Börnin horfðu á teiknimyndir á meðan mömmurnar einbeittu sér að greiðslunum og það má með sanni segja að allir hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Prinsessurnar fóru heim með fléttur, snúða, kleinur og net og mömmurnar voru mjög ánægðar með afraksturinn. Meðfylgjandi myndir tala sínu máli.

Farskólinn íhugar að bjóða upp á fleiri prinsessunámskeið ef áhugi er fyrir hendi. Hafið samband í síma 455-6010 og látið skrá ykkur.

Fleiri fréttir