Prjónakaffi í kvöld
Í kvöld fimmtud. 21. október kl.20.oo, verður haldið prjónakaffi í Kvennaskólanum á Blönduósi þar sem Jóhanna E. Pálmadóttir segir frá Stóru Ullarselsferðinni til Wales en þar var m.a. handverksverkstæði heimsótt. Einnig mun Jóhanna kynna verkefnið „Ísbjarnarpeysur“ fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu.
Jóhanna E. Pálmadóttir sauðfjárbóndi og kennari í tóvinnu mun segja frá Stóru Ullarselsferðinni sem farin var til Wales í lok júní sl. Aðalmarkmið ferðarinnar var að fara á Walesku landbúnaðsýninguna sem er stæsta landbúnaðarsýning á Bretlands-eyjum og heimsækja handverksfólk. Þar vakti helst athygli hópsins öll þau gríðarlega mörgu sauðfjárkyn og ekki síst hvernig bændur blönduðu þessi kyn til að ná frá ákveðnum eiginleikum t.d. gagnvart ullinni. Einnig vakti mikla athygli heimsmeistarakeppnin í rúningi sem haldin var á sýningunni. Heimsóttir voru þrír handverksstaðir þar sem hópurinn skoðaði og tók þátt í vefnaði og flókagerð.
Sigurbjörg Jónsdóttir sauðfjárbóndi og handverkskona fékk þá hugmynd að nota ísbjörninn sem hugmynd að mynstri í peysu. En eins og flestir vita er ísbjörninn í merki Húnavatnssýslu. Hún fékk Védísi Jónsdóttur, aðalhönnuð Ístex til margra ára, til að hanna munstrið. Nú er stefnan að koma peysumynstrinu í umferð og gefa Húnvetningum tækifæri til að nýta það. Mynstrin eru mjög falleg og hreinleg. Gaman væri að húnvetnskir prjónarar komi henni á framfæri og um leið verði ísbjarnarpeysan tákn sýslunnar.
Verið velkomin í Kvennaskólann. Heitt og könnunni.
Textílsetur Íslands
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.