Rabb-a-babb 184: Kristján Bjarni

Nafn: Kristján Bjarni Halldórsson.
Árgangur: 1966.
Fjölskylduhagir: Í sambúð með Sigríði Svavarsdóttur. Sirrý á þrjár dætur og ég einn son. Barnabörnin eru átta.
Búseta: Barmahlíð 11, Sauðárkróki
Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Ég er að vestan, frá Suðureyri, en bjó á Suðurlandinu frá sjö ára aldri.
Starf / nám: Áfangastjóri við FNV.
Hvað er í deiglunni: Svona fyrir utan vinnuna þá er alltaf eitthvert golf á dagskrá, hvort sem það eru formannsstörf eða spilamennska.


Rabbið:

Hvernig nemandi varstu? Ágætur.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Var kominn út í fótbolta í lok veislunnar.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Sennilega atvinnumaður í knattspyrnu.

Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Bolti.

Besti ilmurinn? Ilmurinn af nýslegnu grasi upp á Hlíðarendavelli.

Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Á Sauðárkróki fyrir löngu.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Úff, ég hlustaði svakalega mikið á tónlist. Pink Floyd var snemma í miklu uppáhaldi.

Hvernig slakarðu á? Golfið er ansi góð æfing í hugleiðslu og núvitund. Ég slaka vel á með því að spila golf.

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Íþróttum.

Besta bíómyndin? Fargo, hún er listaverk. Ég elska svarta húmorinn.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Tiger Woods.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ryksuga.

Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Hafragrauturinn á morgnana.

Hættulegasta helgarnammið? Marsipan.

Hvernig er eggið best? Linsoðið.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Hégóminn.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Ókurteisi.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Góð íþrótt er gulli betri.

Hver er elsta minningin sem þú átt? Það var þegar ég fékk Liverpool búning.

Þú vaknar einn morgunn í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Tiger Woods, ég myndi spila 18 holur.

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? The Practice Manual: The Ultimate Guide for Golfers eftir Adam Young.

Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Jesús, Kölska og Helga Seljan – yrðu áhugaverðar samræður.

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég færi á þann tíma þegar ég var ca. 10–12 ára og lífið var leikur og fótbolti allan daginn.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Vann Opna breska á gamalsaldri.

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu: Skotlands, þar er vagga golfsins og stutt að fljúga.

Bucket list spurningin: Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Skrifa glæpasögu, semja popplag (smell) og fara undir 10 í forgjöf. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir