rabb-a-babb 67: Óli Barðdal

Nafn: Óli S. Barðdal Reynisson.
Árgangur: 77.
Fjölskylduhagir: Er í sambúð með Pernille Sabroe í Árósum.
Starf / nám: Er í PGA golfkennaranámi.
Bifreið: Toyota 89 mótor en 91 módel, alveg magnaður bíll er með einn lykil til að opna, og annan til að starta.
Hestöfl: Ábyggilega yfir 100.
Hvað er í deiglunni: Var að klára sumartíðina í golfinu, er svo að byrja í PGA skólnum í nóvember það verður eflaust mjög spennandi.

Hvernig hefurðu það? 
Ég er góður takk.
Hvernig nemandi varstu? 
Það var ekkert rosalega mikið um að kennararnir væru að hringja heim og kvarta. Það var aðallega Árni stef sem var orðinn þreyttur á okkur. Við gátum verið helv.. erfiðir stundum.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Fyrir utan frábæran dag, þá verð ég að segja "jáið". Við vorum búnir að æfa það vel fyrir fermingardaginn, man að Ragnari Má tókst best upp, kom skýrt fram að hann var til í að vera tekinn í fullorðna manna tölu. Svo verð ég nú að segja rauði jakkinn sem mér fannst vera geggjaður á sínum tíma... úffff.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Atvinnumaður í fótbolta eða körfubolta, svo ætlaði ég að verða atvinnugolfari eða í stuttu máli atvinnumaður.
Hvað hræðistu mest? 
Þrumur og eldingar.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Safnplata þar sem Herramenn voru með lagið "Það falla regndropar". Það lag var mikið spilað í Víðihlíðinni þegar Svavar bro var á gítarnum í den.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? 
Angels með Robbie Williams. 

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)?
Prison Break og 24 tímar.
Besta bíómyndin? 
Nýtt líf og Braveheart. Held að ég sé búinn að sjá Nýtt líf svona 100 sinnum, finnst hún alltaf jafn frábær.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
Willis er alltaf geggjaður og svo að sjálfsögðu kynbomban Jolie.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
Nammi - á rosalega erfitt að láta það vera.  Á einnig til að missa "óvart" einn kaldan eða "óvart" eina rauða en það gerist mjög sjaldan :).
Hvað er í morgunmatinn? 
Hafragrautur með rjóma með smá blöndu af nýmjólk æðisleg samsetning.
Uppáhalds málsháttur? 
"Þú gerir ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn." Og  "Oft fara hommar á bak við menn".
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Hómer Simpson frábær karekter.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Ætli það sé ekki "Sigló kjúklingarrétturinn" borinn fram með rjóma, súkkulaði og ávaxtasalati. Bauð dönum í þetta um daginn, þeir skildu ekki alveg í þessu, héldu að þeir væru að fá dessertinn á sama tíma og aðalréttinn, en þetta bragðast afar vel.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Da Vince Code. Svo las ég bók í sumar sem heitir "Fundamentals of Ben Hogan" - frábær bók fyrir golfara.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... 
Ég færi til Bali var þar fyrir 6 árum síðan, frábær staður.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Óskipulagsleysi.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Baktal.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Liverpool. Þegar ég flutti til Árósa þá bjó ég heima hjá Selmu og Roberti bakara í nokkra mánuði,  þegar ég var búinn að heyra á hverju kvöldi hvað Poolararnir voru og eru æðislegir þá gat ég bara ekki annað sannfærst. Svo er ?Never walk alone? bara snilldar lag þannig það er nánast ekki hægt annað en halda með þessu liði.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? 
Eyjólfi Sverris, Tiger Woods og Alla Munda. Dómara þá verð ég að segja Pálma hann átti frábæra leika með okkur enda eini dómarinn sem ekki hefur tapað leik. Svo var nú líka gaman að sjá Robert dæma í den. Hann átti til að tala mikið þegar hann var að dæma, vissi að einn í KS sendi kvörtun til KSÍ.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? 
Heim í Búðardal, hef verið að reyna að koma Bo Halldórs að í partyum hérna í Árósum, en fólki finnst hann ekki alveg vera það sem þeim vantar í lífið, ég skil það nú ekki.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Uss það eru svo margir, hvað mig varðar þá verð ég að segja foreldrar mínir og ömmur mínar.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Kylfu, golfbolta og kannksi eina kippu - þá ætti maður að vera nokkuð góður.
Hvað er best í heimi? 
Jólin á Sauðárkróki í faðmi fjölskyldurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir