Ráðist í byggingu sundlaugar í Hofsósi

Guðmundur Guðmundsson sveitastjóri og fulltrúi verktaka.

Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar og fulltrúar frá verktakafyrirtækinu Sveinbjörn Sigurðsson hf. undirrituðu sl. föstudag samning um að fyrirtækið byggi sundlaug í Hofsósi.  Arkitekt hússins er Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt hjá VA arkitektum og verkfræðihönnun í var í höndum VST Rafteikningar.

Sundlaugin verður gjöf frá þeim Lilju Pálmadóttur og Steinunni Jónsdóttur, en sveitarfélagið mun annast umsjón með verkinu.

Áætlað er að sundlaugin verði tilbúin til notkunar í nóvember 2009.

Fleiri fréttir