Ræsing í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
25.05.2014
kl. 11.19
Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Kaupfélag Skagfirðinga og Sveitarfélagið Skagafjörð leitar að góðum viðskiptahugmyndum sem auka við flóru atvinnulífsins í Skagafirði með einum eða öðrum hætti.
Verðlaunahugmyndin hlýtur kr. 1.000.000 í verðlaun. Valdar verða allt að fjórar viðskiptahugmyndir. Þær hugmyndir sem komast áfram fá 12 vikur til að skrifa viðskiptaáætlun fyrir hugmyndina undir handleiðslu starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Senda þarf hugmyndina inn fyrir 12. júní en nánari upplýsingar er að finna á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.