Rafrænn fyrirlestur um næringu og heilbrigðan lífsstíll
Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar býður upp á rafrænan fyrirlestur með Geir Gunnari Markússyni, næringarfræðingi og einkaþjálfara, sem hefur haldið fjölda fyrirlestra tengda heilsu og næringu undanfarin ár.
Heilsan er okkar dýrmætasta eign en hún gleymist oft í amstri dagsins hjá nútímamanninum. Langar ykkur núna í byrjun árs að fræðast um hollan lífsstíl, mátt matarins og ávinninginn af því að lifa heilsusamlegra lífi?
Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur mun halda fræðslu á netinu þann 13. janúar 2021 kl. 20:00. Á þessum fyrirlestri verður m.a. farið í:
- Hvað er heilbrigður lífsstíll?
- Máttur matarins í heilsueflingu
- Leiðir að sykurlitlum lífsstíl
- Þurfum við fæðubótarefni?
- Hvernig á að versla hollara í matinn?
- Mikilvægi andlegrar næringar
Linkur á fyrirlestur: https://meet.google.com/vue-geyk-ava
Hægt er að fylgjast með Geir Gunnari á:
www.heilsugeirinn.is
Heilsugeirinn á Instagram og Facebook
https://www.facebook.com/heilsugeirinn
https://www.instagram.com/heilsugeirinn/
/fréttatilkynning