Ragnhildur Sigurlaug og Sigurbjörg Svandís heilluðu landsmótsgesti

Á kvöldvökunni á laugardagskvöldinu á Landsmóti hestamanna stigu systurnar Ragnhildur Sigurlaug og Sigurbjörg Svandís Guttormsdætur frá Grænumýri í Blönduhlíð á svið og fluttu lag og ljóð Braga Valdimars Skúlasonar, Líttu sérhvert sólarlag, við undirspil Rögnvalds Valbergssonar.

Flutningur systranna vakti mikla lukku meðal áhorfenda mótsins, en systurnar höfðu sigrað í söngvakeppninni sem haldin var fyrr um daginn. Myndbandið var fengið af vef Hestafrétta.is.

http://youtu.be/px9UuPsRCNA

Þórgunnur Þórarinsdóttir, dóttir Sigríðar Gunnarsdóttur og Þórarins Eymundssonar tók einnig þátt í söngvakeppninni og var ásamt stelpunum í topp þremur. Myndbandið er birt með leyfi Rakelar Katrínar Sigurhansdóttur.

Fleiri fréttir