Rautt jólaþema í lauginni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
29.11.2012
kl. 13.53
Sunddeild Tindastóls ætlar að vera rautt þema í lauginni á sundæfingu á morgun. Krakkar eru minntir á að koma með jólasveinahúfu eða rauða sokka, eða eitthvað sem minnir á jólin. „Við ætlum að synda og hafa gaman með jólarokk og ávextir verða í boði á bakka,“ segir í fréttatilkynningu frá Sunddeildinni.
Sundæfing er kl. 15-16. „Hlökkum til að sjá ykkur sem æfa sund,“ segir loks í tilkynningunni.