Refur með gæsaregg fast í kjaftinum

Refurinn með gæsareggið pikkfast í kjaftinum. Mynd/Róbert Daníel Jónsson.
Refurinn með gæsareggið pikkfast í kjaftinum. Mynd/Róbert Daníel Jónsson.

Refaskyttan Vignir Björnsson skaut ref á veiðum við Blöndubrúnna á Blönduósi í fyrrinótt. Refurinn var með óbrotið gæsaregg fast í kjaftinum þegar Vignir kom að honum. 

Refaskyttan Vignir Björnsson skaut ref á veiðum við Blöndubrúnna á Blönduósi„Vignir fylgdist með refnum þar sem hann færði sig upp með ánni í átt að Hrútey og fældi mikið af fugli upp á leið sinni. Þegar Vignir komst svo í gott færi og skaut refinn var refurinn með gæsaregg í kjaftinum. Eggið var óbrotið og pikkfast í kjaftinum á refnum þegar Vignir sótti hann svo eins og sést á myndunum,“ segir Róbert Daníel Jónsson, á Facebook-síðu sinni, sem myndaði Vigni með rebba.

Fleiri myndir má skoða á Facebook-síðu Róberts

Fleiri fréttir