Rekstur Dögunar snýst í dag alfarið um vinnslu í landi
Ítarlega er fjallað um starfsemi rækjuvinnslunar Dögunar á Sauðárkróki í 200 mílum á mbl.is í dag. Óskar Garðarsson, framkvæmda- stjóri segir mikla uppstokkun hafa átt sér stað og fá félög eftir sem eru helguð veiðum og vinnslu á rækju. „Rekstur Dögunar hefur styrkst á undanförnum árum og félagið fékk meðal annars viðurkenningu frá Creditinfo í vikunni, sem framúrskarandi fyrirtæki í rekstri,“ segir Óskar í samtali við 200 mílur.
Í dag starfa á bilinu 25 til 30 manns hjá fyrirtækinu en 38 ár eru síðan fyrirtækið var sett á laggirnar. „Frá 2016 til 2020 gerði Dögun út rækjuveiðiskip sem félagið seldi svo frá sér og snýst reksturinn í dag alfarið um vinnslu í landi en auk starfseminnar á Sauðrárkróki á Dögun hlut í öflugri rækjuútgerð í Eistlandi.
...Dögun framleiðir afurðir úr u.þ.b. 6.500 til 8.500 tonnum af hráefni á dæmigerðu ári og kaupir félagið mikið magn af rækju sem veidd er í Barentshafi, við strendur Grænlands og Kanada og eftir atvikum frá öðrum löndum sem stunda veiðar á kaldsjávarrækju, einkum á Norður-Atlantshafi.“