Rennifæri í Stólnum langt fram á kvöld

Hvern langar ekki á skíði þegar stemmarinn er svona? MYND AF FB-SÍÐU SKÍÐASVÆÐIS TINDASTÓLS
Hvern langar ekki á skíði þegar stemmarinn er svona? MYND AF FB-SÍÐU SKÍÐASVÆÐIS TINDASTÓLS

Það er enginn lurkur í Skagafirði þrátt fyrir smá gadd, bara blíðan með sólgleraugum og öllu tilheyrandi. Skíðaáhugafólk ætti að geta rennt sér í paradísinni á skiðasvæði Tindastóls sem verður opið í dag frá 13-21.

Á Facebook-síðu skíðasvæðisins er fólk hvatt til að njóta kvöldsins í brekkkum Tindastóls! „Her er glæsilegt veður og fínt færi! Og eitthvað er eftir af kampavíns púðrinu!“ segir á síðunni.

Það er um að gera að stökkva af stað því á morgun mætir sunnanvindurinn sem Helgi Bjöss söng um í þættinum sínum um síðustu helgi. Sunnanvindurinn verður kannski ekki ofsa hlýr, útlit er fyrir ágætis skíðaveður á morgun en hætt er við að vindurinn verði nokkuð snarpur á sunnudag, spáin gerir þá ráð fyrir 15 metrum um hádegi og undir kvöld fer að rigna. Hitinn verður yfir frostmarki fram í miðja viku hið minnsta ef Veðurstofan spáir rétt en á miðvikudag ætti skíðafólk að geta tekið gleði sína aftur – ef eitthvað verður eftir af snjónum.

Munum svo að passa upp á okkur og aðra!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir