Rétt íbúaskráning allra hagur

Sveitarstjóri í Húnaþingi vestra skorar á íbúa í Húnaþingi vestra sem ekki hafa skráð lögheimili sitt í sveitarfélaginu á árinu 2008 að gera það nú þegar og eigi síðar en 1. desember nk.
Þá hvetur hann þá sem hafa haft aðseturskipti á árinu 2008  til að skrá rétt aðsetur fyrir 1. desember nk. Í tilkynningu frá sveitarstjóra segir að rétt og áreiðanleg íbúaskráning sé allra hagur.

Fleiri fréttir