Réttlæti ekki ranglæti

Hollvinir heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki ætla að efna til mótmæla næstkomandi föstudag en meðlimir hollvina hafa boðað áhugasama á bak við Hús frítímans á föstudag fimmtudaginn 11. febrúar til þess að gera kröfuspjöld.

Hollvinasamtökin eru ný samtök stofnuð til stuðnings heilbrigðisstofnuninni sem sæta þarf um 11 % niðurskurði á fjárlögum þessa árs. Mun aðal baráttumál hollvina vera að fá niðurskurðinn leiðréttan til samræmis við það sem annars staðar gengur og gerist.

Fleiri fréttir