Reykjabraut frestað um óákveðin tíma

Frá Húnavatnshrepp

Ákveðið hefur verið að fresta um óákveðinn tíma tveimur útboðum hjá Vegagerðinni sem þegar hafa verið auglýst. Tilboðin átti að opna eftir helgi. Frestunin tengist niðurskurði í útgjöldum ríkisins sem nú er unnið að. Annað útboðið sem hætt var við var Reykjabraut í Húnavatnssýslu.
Reykjabraut liggur frá Hringveginum og austur fyrir Steinakot í nágrenni Húnavalla. Verkið felst í að endurnýja núverandi veg og leggja nýtt slitlag á liðlega 7 km kafla.

Að sögn fulltrúa vegagerðarinnar er þarna um að ræða lið í aðgerðaáætlun ríkisstjórnar Íslands

Fleiri fréttir