Reynir Snær með tónlistarverðlaun í Texas

Tónlistarmaðurinn Rúnar Eff setti mynd af þeim félögum á Facebooksíðu sína með verðlaunagripina góðu. Reynir Snær er lengst til vinstri á myndinni.
Tónlistarmaðurinn Rúnar Eff setti mynd af þeim félögum á Facebooksíðu sína með verðlaunagripina góðu. Reynir Snær er lengst til vinstri á myndinni.

Skagfirðingurinn Reynir Snær Magnússon hlaut, ásamt félögum sínum í hljómsveit Rúnars Eff, tvenn tónlistarverðlaun í Texas. Auk þeirra tveggja fyrrnefndra eru þeir Valgarður Óli Ómarsson, Hallgrímur Jónas Ómarsson og Stefán Gunnarsson í bandinu. Hafa þeir ferðast um Tennesse og Texas, þar sem þeir stoppuðu í Nashville, Memphis, Austin, Houston og Jefferson.

Á bleikt.pressan.is segir að þeir félagar hafi tekið þátt í Texas Sounds International Country Music Awards, sem er tónlistarhátíð með tónlistarfólki alls staðar að úr heiminum en alls  tóku kántríhljómsveitir frá 13 löndum þátt. Hátíðin fór fram á þremur kvöldum þar sem allar hljómsveitirnar komu fram. Eins og áður segir hlutu Reynir Snær og félagar tvenn verðlaun: söngvari ársins og hjómsveit ársins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir