Reynsluboltar og ungir og efnilegir knapar skipa Íbess - Gæðingur

Meistaradeild Norðurlands kynnir fimmta lið vetrarins, sem jafnframt er það næstsíðasta til að vera kynnt til leiks, en það er liðið Íbess - Gæðingur. Fyrir þessu liði fer Jóhann B. Magnússon bóndi á Bessastöðum í V-Hún., með honum eru Anna Kristín Friðriksdóttir, Hanna Rún Ingibergsdóttir og Magnús Bragi Magnússon.

„Þetta er forvitnilegt lið. Bræðurnir Jóhann og Magnús reynsluboltar og með þeim ungir og efnilegir knapar sem hafa gert það gott í keppnum. Íbess er dregið af Íbishóli og Bessastöðum, en Gæðingur er skagfirski bjórinn Gæðingur,“ segir á facebook-síðu KS-Deildarinnnar.

Liðin sem hafa verið kynnt til leiks fram til þessa eru: Efri – Rauðalækur / Lífland, Hofstorfan / 66° norður, Hrímnir og Top Reiter.

Fleiri fréttir