Riða greinist á Minni-Ökrum í Akrahreppi

Enn eitt riðusmit hefur verið staðfest í Tröllaskagahólfi, Minni-Ökrum í Akrahreppi í Skagafirði. Á heimasíðu Matvælastofnunar kemur fram að nú sé unnið að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Tilfellið var staðfest í sýni sem tekið var í sláturhúsi og greint á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Á búinu er nú um hundrað fjár.

Matvælastofnun ítrekar að flutningar fjár innan Tröllaskagahólfs og frá hólfinu eru bannaðir. Hvetur stofnunin bændur til þess vera vakandi fyrir einkennum riðuveiki í kindum sínum og hafa þá samband við héraðsdýralækni sem sér til þess að sýni séu tekin. Einnig er bændum bent á að hafa samband vegna sýnatöku úr fé sem drepst eða er aflífað sökum slysa eða annarra sjúkdóma. Sýnatakan er bændum að kostnaðarlausu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir